20 milljónir í styrki

Blíðviðri og ferðamenn við Goðafoss
Blíðviðri og ferðamenn við Goðafoss mbl.is/ÞÖK

„Umferð ferðamanna hefur aukist gríðarlega á þessu svæði og þörf er á umbótum,“ segir Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar, en þar eru ýmsar framkvæmdir fyrirhugaðar við Goðafoss.

„Við munun breikka göngustíga, þökuleggja með lyngþökum á svæði sem eru illa farin, búa til annað bílastæði og stýra umferð gangandi fólks,“ segir hún.

„Sveitarfélagið á ekki landið við fossinn heldur eru það þrjár jarðir. Sveitarfélagið ákvað hinsvegar að funda með landeigendunum og athuga hvort þeir hefðu ekki áhuga á að bæta aðgengi við fossinn og við yrðum þá í forsvari fyrir þá og sæktum um styrki,“ segir hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert