Allt að 13-föld bið í Breiðholti

Á sjötta hundrað leik- og grunnskólabörn bíða nú eftir sálfræðigreiningu …
Á sjötta hundrað leik- og grunnskólabörn bíða nú eftir sálfræðigreiningu í Reykjavík. Búseta ræður því hversu lengi þau bíða. mbl.is/Valdís Þórðardóttir

Börn í Reykjavík þurfa að bíða mislengi eftir greiningu sálfræðinga eða annarra sérfræðinga þegar grunur leikur á að um röskun sé að ræða.

Slíkar greiningar eru gerðar á þjónustumiðstöðvum borgarinnar, sem eru sex, og hefur biðtíminn um hríð verið langlengstur í Breiðholti. Í haust var svo komið að biðtíminn í Breiðholti var allt að 30 mánuðir og þá var ákveðið að veita viðbótarfjármagn til þjónustumiðstöðvarinnar þar.

Við það styttist biðtíminn nokkuð og er nú allt að 26 mánuðir. Það er þó talsvert meira en í öðrum hverfum borgarinnar, þar sem biðin er gjarnan 3-12 mánuðir, að því er fram kemur í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert