„Þetta eru dýrin okkar og vinir“

Ríflega hálfa klukkustund tók að flytja hræ einnar tylftar hrossa með þyrlu úr gaddfreðinni Bessastaðatjörn í morgun. Talsverður undirbúningur hafði þó farið fram fyrir flutningana fyrr í morgun, en kafarar og þyrla frá fyrirtækinu Reykjavík Helicopter komu að aðgerðinni. Hræjunum var komið fyrir á vöruflutningabíl og þau flutt á urðunarstöðina í Álfsnesi. 

Hrossin fundust undir ísnum í gærmorgun, en þeirra hafði þá verið leitað um nokkurn tíma. Þyrl­a Landhelgisgæslunnar var á leið í reglu­bundið eft­ir­lits- og gæsluflug í gær þegar áhafnarmeðlimir heyrðu af leitinni og var því ákveðið að fljúga yfir svæðið. Áhöfn þyrlunn­ar kom fljótt auga á hross­inn í Bessastaðatjörn og til­kynnti það til stjórn­stöðvar sem gerði lög­reglu viðvart. Sjö hestanna voru í eigu Íshesta, en fimm í eigu félaga í Hestamannafélaginu Sóta. 

Fréttir mbl.is:

Hestarnir allir komnir á þurrt

„Viljum bara koma greyjunum undir mold“

Tólf hestar undir ísnum í Bessastaðatjörn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert