Flugmenn samþykktu samning

Sigurður Bogi Sævarsson

Félagsmenn Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hafa samþykkt nýjan kjarasamning við Icelandair Group hf. og Icelandair ehf. Samningurinn hefur því tekið gildi og mun gilda til 30. september 2017.

Uppfært klukkan 10:16: Samkvæmt upplýsingum frá Hafsteini Pálssyni, formanni FÍA var þátttaka félagsmanna góð, en um 81% þeirra tóku þátt. Þá samþykktu 81,7% samninginn og segir Hafsteinn því að talsvert góð samstaða sé um hann.

Helstu atriði samningsins er 3,5% launahækkun á ári næstu þrjú ár, en auk þess er ýmsar breytingar sem tengjast hagræðingu yfir sumartímann, bæði fyrir flugfélagið og starfsmenn. Þannig mun starfsfólki bjóðast að vinna meira yfir sumartímann og segir Hafsteinn að þetta gagnist sérstaklega flugmönnum sem eru ekki ráðnir allt árið til þess að auka tekjur sínar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert