Hjálpast að gegn þjófnaði

Jólastemming er í verslunarmiðstöðum fyrir jól.
Jólastemming er í verslunarmiðstöðum fyrir jól. mbl.is/Árni Sæberg

Erill er í flestum verslunum núna síðustu dagana fyrir jól en nú streymir fólk í búðir til að kaupa gjafir og aðrar vörur sem bæði nauðsynlegt og gott er að eiga yfir jólahátíðina.

Aukinni verslun fylgir oft aukinn þjófnaður og þótt sælla sé að gefa en að þiggja vilja verslunareigendur og kaupmenn síður að fólk grípi vörur og taki úr versluninni án þess að greitt sé fyrir.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, þjófnaði á þessum árstíma ekki vera meiri en aðra mánuði ársins. „Það hefur dregið úr þjófnaði á undanförnum árum og við sjáum ekki lengur skipulagðan þjófnað, sem var nokkuð um á góðærisárunum fyrir hrun.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert