Misvísandi úttektir á grísku ferjunni

Hópurinn Horft til framtíðar vill frá gríska skipið hingað til …
Hópurinn Horft til framtíðar vill frá gríska skipið hingað til lands. Ljósmynd/Sigurmundur G. Einarsson

Hópurinn Horft til framtíðar berst nú fyrir því að ferjan M/S Achaeos komi í stað Herjólfs í förum á milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja.

Samgöngustofa og Vegagerðin gerðu báðar úttektir á hugmyndinni og eru niðurstöðurnar mjög ólíkar, að sögn Sigurmundar G. Einarssonar, eins af meðlimum hópsins.

Vegagerðin sló til að mynda hugmyndina út af borðinu en Samgöngustofa segir að skipið geti fullnægt þeim kröfum sem gerðar eru til farþegaskips í förum á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. Hópurinn hefur óskað eftir fundi með vegamálastjóra þar sem farið verður fram á skýringar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert