Snjóflóðahætta á Súðavíkurhlíð

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Hálka er á Hellisheiði og hálkublettir á Sandskeiði og í Þrengslum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hálka er einnig mjög víða á Suðurlandi. Flughált er í Grafningnum og í Kjósárskarði.

Vestanlands er hálka og snjóþekja á flestum vegum. Flughált er í Hvítársíðu og á Útnesvegi á Snæfellsnesi. Þæfingsfærð er á Mýrunum. Hálka eða snjóþekja á flestum vegum á Vestfjörðum og éljagangur mjög víða. Ófært er á Klettshálsi. Flughált er á milli Brjánslækjar og Kleifaheiði. Flughált er sömuleiðis á vegum í kringum Hólmavík. Snjóþekja eða hálka er í Ísafjarðardjúpi en flughálka frá Vatnsfjarðarhálsi og í Ögur. Snjóflóðahætta er á Súðavíkurhlíð.

Versnandi veður er ná Norðurlandi og nú er ófært um Vatnsskarð og lokað á Þverárfjalli. Snjóþekja og hálka er annars mjög víða á Norðurlandi og éljagangur eða snjókoma. Vegna óvenju mikils jarðsig á Siglufjarðarvegi eru vegfarendur beðnir að gæta ýtrustu varúðar.

Hálka eða snjóþekja er á Austurlandi og sumstaðar skafrenningur og snjókoma við ströndina. Þæfingsfærð er núna á Fjarðarheiði og snjókoma. Hálka er á Suðausturlandi og flughált á Mýrdalssandi og undir Eyjafjöllum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert