Hnökrarnir lagfærðir snarlega

Hnökrar sem urðu á samþykktarferlinu á höfuðstólslækkun húsnæðisskulda hafa verið lagfærðir að sögn Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra.

Eins og mbl.is fjallaði um í dag komu hnökrarnir upp í dag skömmu eftir að opnað var fyrir samþykktarferlið og höfðu þeir áhrif á einstaka umsækjanda. Brugðist var skjótt og við og mannskapur kallaður út til þess koma málum í lag. Vél sem stjórnaði álaginu á milli netþjóna vann ekki rétt að sögn Skúla.

Samþykktarferlið hefur að öðru leyti gengið vel segir hann og hafa nokkur hundruð umsækjenda þegar samþykkt höfuðstólslækkunina. Fyrstu 15 mínúturnar samþykktu um 200 manns lækkunina en fólk hefur frest til 23. mars 2015 til þess að samþykkja hana fyrir sína parta en til þess þarf rafræn skilríki. Þegar hafa tugir þúsunda orðið sér úti um þau að sögn Skúla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert