Íslendingar eru Litlir-Pungar

Jólasveinarnir í jólasveinaprófi mbl.is saman komnir á góðri stund.
Jólasveinarnir í jólasveinaprófi mbl.is saman komnir á góðri stund. Teikning/Helgi Snær Sigurðsson

Flestir Íslendingar eru jólasveinninn Litli-Pungur samkvæmt jólasveinaprófi mbl.is. Yfir 31 þúsund manns hafa tekið prófið. Samkvæmt prófinu eru næst flestir Íslendingar jólasveinninn Baggi og jólasveinarnir Flórsleikir og Rjómasleikja fylgja þar fast á eftir.

Ertu ekki enn búin/n að taka prófið? Hér er það!

En hvernig er jólasveinninn Litli-Pungur?

Litli-Pungur birtir öll augnablik í lífi sínu á Instagram. Litli-Pungur var fyrir stuttu handtekinn á nýja F-150 bílnum sínum fyrir utanvegaakstur við Holuhraun. Litli-Pungur á í samskiptum við 14 stelpur á Facebook á sama tíma, allar helmingi yngri en hann. Þegar hann er ekki að birta myndir af sér að þvo bílinn sinn með bolinn hálfvegis upp á brjóstkassa til að sýna grísku magavöðvalínuna, þá er hann á B5. Hann svigar milli akreina í morgunumferðinni til að komast örugglega sem hraðast á áfangastað.

Þó lýsingin á jólasveininum sé uppdiktuð, þá var einu sinni jólasveinn með þessu nafni. Sjá vef Árnastofnunar.

Og hver er Baggi?

Baggi er frændinn sem kemur alltaf í heimsókn en fer ekki. Hann stendur yfirleitt tímunum saman í dyragættinni heima hjá vinum sínum, á leiðinni út, og biður starfsfólk í verslunum um að vigta súkkulaðistykkið sitt til að tryggja að það sé af réttri þyngd. Hann talar í símann í bíó og mætir óboðinn rétt fyrir kvöldmat hjá skyldmennum sínum og borðar matinn frá börnunum þeirra.

Margir Íslendingar eru svo Rjómasleikja samkvæmt prófinu. Lýsingin á henni er þessi:

Rjómasleikja grillar humar á daginn og drekkur hvítvín á kvöldin. Líf hennar er fullkomið, allavega á samfélagsmiðlum. Rjómasleikja flutti úr bæjarfjallinu fyrir mörgum árum, yfir í hönnunarvillu í Garðabænum. Hún á 15 brons Omaggio-vasa og 20 Iittala-skálar, sem hún notar auðvitað aldrei.

Þó lýsingin á jólamærinni sé uppdiktuð, þá var einu sinni jólasveinn með þessu nafni. Sjá vef Árnastofnunar.

Hér getur þú tekið jólasveinapróf mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert