Kjöraðstæður fyrir glitský

Veðurspá næstu daga gefur von um að íbúar landsins fái að berja augum glitský, en slík fyrirbæri þykja mikið fyrir augað. Glitský sjást helst um miðjan vetur, um sólarlag eða við sólaruppkomu og þegar er bjart í veðri. Kjöraðstæður eru næstu daga og hvetja veðurfræðingar Íslendinga til að horfa til himins.

Á vefsvæði Veðurstofu Íslands segir að glitský myndist þegar óvenjukalt er í heiðhvolfinu, um eða undir -70 til -90 °C, og eru úr ískristöllum, eða úr samböndum ískristalla og saltpétursýru-hýdrötum. 

Kristallarnir í skýjunum beygja sólarljósið, en mismikið eftir bylgjulengd þess. Þannig beygir blátt ljós meira en rautt. Rauða ljósið kemur því til okkar undir öðru horni en það bláa, þannig að við sjáum það koma frá öðrum hluta glitskýsins. Litaröðin frá jaðri inn til miðju skýsins er stundum eins og vísuorðin: gulur, rauður, grænn og blár en oft er skýið einnig hvítt í miðju. Litirnir eru líka háðir stærðardreifingu agna í skýjunum, þannig að oft má sjá rauða, gula og græna flekki í bland,“ segir um glitskýin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert