Styrkti hjálparsamtök um 1,5 milljón

Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður mæðrastyrskjrsnefndar, og Vörður Leví Traustason frá Samhjálp …
Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður mæðrastyrskjrsnefndar, og Vörður Leví Traustason frá Samhjálp taka við styrknum úr hendi Helga Vilhjálmssonar.

Helgi Vilhjálmsson, eigandi KFC á Íslandi, afhenti í gær Fjölskylduhjálpinni, Mæðrastyrksnefnd og Samhjálp 507.000 kr. hverju félagi en á aðventunni var ákveðið að 10% af andvirði hverrar aðventufötu hjá KFC færi til þessara hjálparsamtaka.

„Það var góð stund þegar ég afhenti þeim þessa peninga þó svo maður viti að þetta dugi skammt,“ segir Helgi í tilkynningu. „En maður þekkir af eigin reynslu að margt smátt gerir eitt stórt. Það þarf því ekki marga til viðbótar til að gera sambærilega hluti til að þessi samtök nái endum saman. Á öllum þessum stöðum er frábært fólk sem gefur sinn tíma til að hjálpa öðrum. Það er aðdáunarvert.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert