Verðmæti varningsins sem féll útbyrðis er um 127 milljónir króna

Dettifoss kémur til hafnar eftir að hafa tapað 20 gámum …
Dettifoss kémur til hafnar eftir að hafa tapað 20 gámum í hafið Árni Sæberg

Meðalverðmæti þeirrar vöru sem flutt er um Norður-Atlantshafið er 25 þúsund dalir á gámaeiningu. Hver gámaeining er 20 fet og eru tvær gámaeiningar í einum 40 feta gámi. Heildarverðmæti varningsins sem var í þeim tuttugu gámum sem féllu útbyrðis af Dettifossi er því um ein milljón bandaríkjadala sem jafngildir um 127 milljónum íslenskra króna.

Í þeim tuttugu gámum sem fóru fyrir borð var dagvara, fóður, matur og vélarhlutir að sögn Ólafs William Hand, upplýsingafulltrúa Eimskipa.

Egill Jóhannesson, forstjóri Brimborgar, staðfesti í gær við mbl.is að fyrirtækið hefði átt fimm bíla sem voru í gámunum sem féllu útbyrðis af flutningaskipinu Dettifossi í fyrradag. 

Aðspurður segir Ólafur smávægilegar skemmdir hafa orðið á skipinu og er það tryggingarfélag skipafélagsins sem bætir skemmdirnar en framtryggingar þeirra sem áttu varning í gámunum sem féllu útbyrðis bæta fyrir það tjón sem varð.

Ólafur segir þetta ekki verða til þess að vöruskortur verði hérlendis en Dettifoss tekur 700 40 feta gáma. Féllu því tæplega þrjú prósent allra gáma skipsins útbyrðis í óveðrinu.

Dettifoss kémur til hafnar eftir að hafa tapað 20 gámum …
Dettifoss kémur til hafnar eftir að hafa tapað 20 gámum í hafið Árni Sæberg
Dettifoss kémur til hafnar eftir að hafa tapað 20 gámum …
Dettifoss kémur til hafnar eftir að hafa tapað 20 gámum í hafið Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert