1.000 manns í ferðir á jóladag

Þótt vetur konungur ríki í Skagafirði verður Áskaffi í Glaumbæ …
Þótt vetur konungur ríki í Skagafirði verður Áskaffi í Glaumbæ opið í kvöld, aðfangadagskvöld. Ljósmynd/Sigríður Sigurðardóttir

„Erlendir ferðamenn sem eru á landinu nú yfir jól og áramót eru sennilega um fjórðungi fleiri en var í fyrra. Þessu er einfaldlega svarað með efldri þjónustu. Á jóladag eiga 1.000 bókað sæti í ferðir með okkur, það eru um það bil 20 rútur.“

Þetta segir Þórarinn Þór, markaðsstjóri Kynnisferða, um aukin umsvif í ferðaþjónustunni um hátíðirnar í Morgunblaðinu í dag. Reykjavík er komin á kortið sem jólaborg á evrópska vísu og þar er markaðsstarf Höfuðborgarstofu sagt vera að skila sér.

Einnig hafa einkafyrirtæki verið öflug í þessu starfi og segir Þórarinn þetta í raun áhersluverkefni hjá Kynnisferðum. Þetta skilar sér, því Reykjavík er meðal annars á lista CNN-fréttastofunnar yfir áhugaverðustu vetrar- og jólaáfangastaði í heimi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert