1.600 nautsskrokkar fluttir inn í ár

Framleiðslan hefur aukist en þarf að aukast enn frekar.
Framleiðslan hefur aukist en þarf að aukast enn frekar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Talið er að um 2.000 fleiri kýr séu nú mjólkaðar en var fyrir ári. Mest eru þetta kýr sem bændur halda lengur til að svara kalli um aukna mjólkurframleiðslu en væru við venjulegar aðstæður komnar í sláturhús.

Eftir því sem bændur draga að slátra kúm minnkar framboð af innlendu nautgripakjöti og meira er flutt inn því neyslan hefur aukist. Nú er útlit fyrir að flutt verði inn um 1.000 tonn af nautakjöti á árinu, þ.e. steikum en ekki síður hakkefni í hamborgara og fleira.

Í umfjöllun um innflutning þennan í Morgunblaðinu í dag áætlar Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda, að það samsvari kjöti af um 1.600 íslenskum nautgripum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert