Á gjörgæslu eftir bruna

Sjúkrahúsið á Akureyri.
Sjúkrahúsið á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Tvær konur og einn karlmaður voru lögð inn á Sjúkrahúsið á Akureyri vegna reykeitrunar eftir bruna á bænum Bjargi í Eyjafjarðarsveit í nótt. Að sögn læknis á vakt var önnur konan lögð inn á gjörgæslu til eftirlits. Hún er með alvarlegri reykeitrun en hin tvö en ástand hennar er stöðugt og hún er ekki í lífshættu eins og er. Að sögn læknis er þó mikilvægt að fylgjast vel með ástandi hennar því gæti það versnað.

Hin tvö eru á bráðamóttöku og verður tekin ákvörðun á næstu klukkustundum um hvort þau verði lögð inn til eftirlits eða útskrifuð.

Gekk berfættur til að fá aðstoð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert