Gjafabréf í flug séríslenskt fyrirbæri?

Það er oft vel þegin gjöf að fá flugmiða.
Það er oft vel þegin gjöf að fá flugmiða. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Sérstök gjafabréf fyrir jólin eru áberandi í auglýsingum flugfélaganna. Það vekur þó athygli að hvorki Icelandair né WOW Air kynnir gjafabréfin á erlendum heimasíðum sínum. Virðist heldur ekki vera venja hjá nágrannaþjóðunum að gefa flugmiða í jólagjöf.

Þetta kemur á vefnum túristi.is. Kemur þar fram að samkvæmt athugun Túrista sé lítil eða engin áhersla lögð á þessu gjafakort á heimasíðum stærstu flugfélaganna í Evrópu.

Í frétt Túrista er vitnað í Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, sem segir að salan á gjafakortunum hafi verið mest á árunum fyrir hrun en nú sé lögð minni áhersla á þau en áður og önnur tilboð kynnt meira. Jafnframt segir Birgir Jónsson, aðstoðarforstjóri WOW air, segir að sala á kortum félagsins hafi gengið gríðarlega vel í ár og aukist frá því í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert