Hálka um allt land

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Hálka er á flestum vegum landsins. Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni eru hálkublettir á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en annars er hálka mjög víða á Suðurlandi.

Á Vesturlandi er jafnframt hálka á flestum vegum þó er greiðfært frá Borgarnesi og til Reykjavíkur. Flughált er á Útnesvegi.

Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Vestfjörðum en þæfingsfærð á Steingrímsfjarðarheiði. Flughálka er í vestanverðum Hrútafirði.

Á Norður- og Austurlandi er einnig hálka eða snjóþekja á vegum en þæfingsfærð á Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Hálka er einnig með suðausturströndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert