Jólainnkaupin kláruð á lokametrum

Jólainnkaupin kláruð.
Jólainnkaupin kláruð.

Það er eitthvað um að fólk sé að klára jólagjafainnkaupin á lokametrunum í verslunarmiðstöðvunum Kringlunni og Smáralind. Hjá upplýsingaborði Smáralindar fengust þær upplýsingar að það væri ekki jafn mikið að gera og vonast hefði verið eftir en það væri þó alveg greinilegt að margir væru að klára innkaupin á lokametrunum. Gjafakortasalan væri mikil en örlítið minna væri af fólki í ár en í fyrra. 

Þá segir Rannveig Guðmundsdóttir, starfsmaður á þjónustuborði Kringlunnar, að góð stemning væri í Kringlunni og svolítið af fólki.

Í Morgunblaðinu í dag er rætt við Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóra Kringlunnar, og segir hann þar aðsókn hafa verið meiri 22. desember í ár heldur en á Þorláksmessu í fyrra. Hann telur að um 45 þúsund manns hafi heimsótt Kringluna í gær á Þorláksmessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert