Kalt en léttskýjað í dag

Kalt en léttskýjað verður á landinu í dag.
Kalt en léttskýjað verður á landinu í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Kalt en að mestu léttskýjað verður á landinu í dag, aðfangadag. Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands verður norðaustlæg eða breytileg átt, 3-10 metrar á sekúndu og að mestu léttskýjað en dálítil él með norður- og austur-ströndinni og allra syðst.

Á morgun er spáð suðvestlægri átt og 5-13 metrum á sekúndu. Í fyrramálið er spáð snjókomu um vestanvert landið og stöku éljum norðaustan til. Jafnframt mun þykknar upp með éljum fyrir austan annað kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert