Varð gjaldkeri Morgunblaðsins 18 ára

Lilja Leifsdóttir (t.v.) fékk að kveðjugjöf ljósmynd sem Svanhvít L. …
Lilja Leifsdóttir (t.v.) fékk að kveðjugjöf ljósmynd sem Svanhvít L. Guðmundsdóttir (t.h.), starfsmannastjóri Árvakurs, afhenti henni. mbl.is/Júlíus

Lilja Leifsdóttir lét í gær af störfum á Morgunblaðinu eftir að hafa unnið þar í 48 ár og þrjá mánuði. Hún átti lengstan starfsaldur þeirra sem nú starfa á blaðinu.

Lilja hóf að vinna á Morgunblaðinu 17 ára gömul haustið 1966. Þá hafði hún unnið eitt sumar hjá Tryggingastofnun ríkisins og er það eina starfið sem hún hefur gegnt utan Morgunblaðsins, segir hún í samtali vegna starfslokanna í Morgunblaðinu í dag.

Á þessum árum átti fjölskylda Lilju hlut í Árvakri hf. Faðir hennar, Leifur heitinn Sveinsson, var í stjórn og Haraldur, föðurbróðir hennar, var stjórnarformaður og síðar framkvæmdastjóri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert