Hálka víða um land

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Hálka er á Hellisheiði, Þingvallavegi, við Borgarnes og víðar á Vestur- og Suðurlandi.

Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar er hálka á milli Borgarness og Baulu. Þá er hálka frá Þingvallavegi í Mosfellsbæ og alla leiðina upp í Borgarnes.

Ekki hafa borist upplýsingar um færð á Holtavörðuheiði og á Vestfjörðum og Norðurlandi.

Hálka er frá Reykjavík að Bláfjallavegi, á Hellisheiði, í Þrengslum, milli Óseyrar og Selfoss og frá Hvolsvelli að Markafljóti.

Hálkublettir eru á veginum allt frá Hveragerði til Hvolsvallar.

Enn hafa ekki borist upplýsingar um færð  á mörgum vegum landsins.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert