Köld jólanótt á landinu

Nokkuð kalt er í höfuðborginni.
Nokkuð kalt er í höfuðborginni. Árni Sæberg

Jólanótt var köld víða um land. Frost mældist t.d. rúmlega 14 stigá Mývatni í nótt. Kalt er í höfuðborginni. Sjá veðurvef mbl.is

Næsta sólarhringinn spáir Veðurstofa Íslands norðlægri eða breytilegri átt, 3-8 m/s og stöku éljum, einkum norðantil. Léttskýjað verður að mestu sunnanlands.

Þá er spáð 1-12 stiga frosti, kaldast verður inn til landsins. Með morgninum gengur í sunnan 5-13 m/s með snjókomu um landið vestanvert, lengst af hægari vindur og þurrt fyrir austan. Áttin verður suðlæg, 5-13 m/s og víða snjókoma í kvöld, en vestlægari og él vestantil á landinu. Frost 0 til 7 stig, en hiti um frostmark sunnan- og suðvestantil.

Á morgun verður vestlæg átt, 5-10 m/s og él, en úrkomulítið á Suðausturlandi.

Spáin fyrir höfuðborgarsvæðið næsta sólarhringinn er þessi:

Hæg breytileg átt og þykknar upp. Sunnan 5-10 m/s og dálítil snjókoma undir hádegi, en vestlægari og él seint í dag. Vestan 5-8 m/s og áfram él á morgun. Frost 0 til 5 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert