Ruslajól í Fossvogi líka

mbl.is/Gúna

Fjallað var um það á mbl.is í gær að íbúar í Breiðholti í Reykjavík væru ekki par sáttir við sorphirðu í hverfinu fyrir jólin en ekki hafi tekist að tæma sorp úr mörgum tunnum í hverfinu áður en hátíðirnar gengu í garð.

Staðan mun ekki vera mikið betri í Fossvoginum að sögn íbúa þar sem segja að sorp hafi ekki verið hirt þar síðan 12 desember. 

„Íbúum var sagt að hægt væri að sækja svokallaða sorphirðupoka á N1 bensínstöðvarnar, en þegar þangað var komið var enga poka að finna. Staðan er því sú að ruslið hrúast nú á bílaplanið og einu svörin sem Reykjavíkurborg gefur er að þeim þyki þetta miður,“ segir Högni Þorgeirsson íbúi í hverfinu.

Frétt mbl.is: Ruslajól í Breiðholti

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert