„Alveg brjáluð norðurljós“

Norðurljósadansinn úr myndskeiði Micha. Hann segist hafa tekið myndskeiðið upp …
Norðurljósadansinn úr myndskeiði Micha. Hann segist hafa tekið myndskeiðið upp á Canon 5D Mark III með Samyang linsu með ljósopið 2,8 að stærð. mynd/Micha Andreas

Norðurljósin buðu upp á dans yfir Akureyri í kvöld en ljósmyndarinn Micha Andreas var fljótur að sækja myndavélina og festa sjónarspilið á filmu. „Þetta voru alveg brjáluð norðurljós - ég hef aldrei séð svona miklar hreyfingar,“ segir Micha í samtali við mbl.is í kvöld.

Aðspurður segir hann að aðstæður til að taka upp hafi verið mjög góðar. „Ég var svolítið hissa að þetta hefði tekist svona vel,“ bætir hann við.

Í meðfylgjandi myndskeiði er dansinn spilaður örlítið hraðar. „Ég setti 1,5-faldan hraða,“ segir Micha að lokum. Annars er sjón sögu ríkari.

Hér má sjá myndskeiðið í venjulegri upplausn.

Big Northern Light Storm above Akureyri, Iceland from IceMovies on Vimeo.

Hér má sjá það í háskerpu.

Big Northern Light Storm above Akureyri, Iceland HD-Version from IceMovies on Vimeo.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert