Hafnaði á húsvegg og slasaðist

Landspítalinn Fossvogi.
Landspítalinn Fossvogi. mbl.is/Sigurður Bogi

Ung stúlka slasaðist alvarlega þegar hún var að renna sér á snjóþotu við bæinn Ytri-Skóga undir Eyjafjöllum í dag. Stúlkan hlaut m.a. höfuðáverka og var flutt með þyrlu á slysadeild Landspítalans í Fossvogi.

Lögreglan á Hvolsvelli segir í samtali við mbl.is að slysið hafi orðið um kl. 15:30 í dag. Stúlkan, sem er 11 ára, var að renna sér á snjóþotu og endaði ferðin á húsvegg, en lögreglan segir að stúlkan hafi verið á töluverðri ferð. Talið er að hún hafi handleggsbrotnað og hlaut hún jafnframt höfuðáverka.

Hún var með meðvitund þegar hún var flutt með sjúkrabifreið á Hvolsvöll. Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti þar til að sækja stúlkuna um kl. 17 og lenti þyrlan í Fossvogi um 45 mínútum síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert