Víða þungfært eða ófært

Vetur konungur minnir enn á sig með snjó, frosti og …
Vetur konungur minnir enn á sig með snjó, frosti og hálku. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Snjóþekja og éljagangur er á Hellisheiði og í Þrengslum og víðast hvar á Suðurlandi. Þó er þæfingur á Mosfells- og Lyngdalsheiði sem og einstaka sveitavegum. Snjóþekja er á Reykjanesbraut og á Suðurnesjum.

Snjóþekja og éljagangur er á velflestum vegum á Vesturlandi. Þæfingsfærð er á Holtavörðuheiðinni en þungfært í Svínadal Unnið er að hreinsun.

Hálka og snjóþekja er á vegum á Vestfjörðum og sumstaðar él eða snjókoma. Þungfært er á Þröskuldum og Steingrímsfjarðarheiðinni en þæfingsfærð með snjókomu er á Mikladal, Klettshálsi, Hjallahálsi en ófært á Kleifaheiði. Unnið er að hreinsun víða.

Það er hálka og snjóþekja á Norður- og Norðausturlandi en unnið er að hreinsun. Ófært er á Öxnadalsheiði en þungfært er á Vatnsskarði og Þverárfjalli. Þæfingsfærð er í Skagafriðinum, Jökuldal og á milli Raufarhafnar og Bakkafjarðar.

Ófært er á Hófaskarði. Snjóþekja á vegum á Austur- og Suðausturlandi en unnið er að hreinsun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert