Aftur netlaust í Norður-Kóreu

Margir fóru í bíóhús vestanhafs til að sjá gamanmyndina The …
Margir fóru í bíóhús vestanhafs til að sjá gamanmyndina The Interview. AFP

Aftur varð netlaust í Norður-Kóreu í dag, í að minnsta kosti tvær klukkustundir. Netleysið varði frá klukkan 7:30 að staðartíma fram til klukkan 9:30. Frá þessu greinir kínverska fréttaveitan Xinhua og einnig hið virta netöryggisfyrirtæki Dyn Research en þeir greindu frá þessu á Twitter síðu sinni. Sagði þar að það hefði orðið eitt allsherjar „blackout“ í Norður-Kóreu en bæði 3g og internet lá niðri.

Stjórn­völd í Norður-Kór­eu hafa for­dæmt Banda­ríkja­for­seta, Barack Obama, vegna dreif­ing­ar á gamanmyndinni The In­terview en mynd­in, sem er gam­an­mynd fjall­ar um morð á Kim Jong-un og kölluðu yfirvöld í Norður-Kóreu Obama apa fyrr í dag.

Fram­leiðslu­fyr­ir­tækið Sony Pict­ur­es Entertain­ment til­kynnti ný­verið að mynd­in yrði ekki gef­in út sök­um hót­ana um hryðju­verk frá tölvuþrjót­um sem brut­ust inn í tölvu­kerfi fyr­ir­tæk­is­ins og hafa bandarísk stjórnvöld sagt að Norður-Kórea hafi þar verið að verki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert