Breiddin í tónlist meiri í ár en í fyrra

Ásgeir Trausti.
Ásgeir Trausti.

Örlítil fækkun er á tónleikum íslenskra tónlistarmanna og hljómsveita í útlöndum í ár, samanborið við árið í fyrra.

Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, ÚTÓN, telur engu að síður að árið í ár sé á vissan hátt merkilegra.

„Á síðasta ári voru öll stóru númerin á tónleikaferðalagi, það er að segja Björk, Of Monsters and Men, Sigur Rós og Ásgeir Trausti. Af þessum er bara Ásgeir Trausti að túra í ár. Samt erum við í 1.300 tónleikum í ár,“ segir Sigtryggur m.a. í Sunnudagsmogganum en í fyrra voru tónleikarnir um 1.400 og má því ætla að breiddin sé að aukast.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert