Breytingar líklegar

Sigrún Magnúsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Alþingi.
Sigrún Magnúsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Alþingi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Líklegt er að breytingar verði gerðar á ráðherraskipan Framsóknarflokksins um áramót.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru áform um að fimmti ráðherra Framsóknar komi inn í ríkisstjórnina og taki við umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Nafn Sigrúnar Magnúsdóttur hefur helst verið nefnt í því sambandi.

Til skoðunar var að þessi breyting yrði nú í desemberbyrjun, þegar Sjálfstæðisflokkurinn fól Ólöfu Nordal að taka við innanríkisráðuneytinu. Þá var niðurstaðan hins vegar sú að bíða að minnsta kosti til áramóta, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert