Fínt færi á skíðasvæðunum

Skapti Hallgrímsson

Það er nægur snjór á helstu skíðasvæðum landsins en í Bláfjöllum er nýfallinn púðursnjór og svipaða sögu er að segja í Hlíðarfjalli og Tindastól.

Opið verður í dag frá kl. 10- 17 í Bláfjöllum. Í morgun var þar sjö stiga frost og sex metrar á sekúndu. 

Skíðasvæðið í Tindastól verður opið í dag frá kl 11 til 16. En bætir hann í snjóinn þannig að það er nægur snjór til handa öllum. Veður kl. 9:00 NV 5m/s frost -3c og skýjað.

Í Hlíðarfjalli er opið frá kl. 10 – 16 og þannig verður það fram á gamlársdag. Núna rétt fyrir klukkan níu er -4°og N 4 m/sek. Það hefur kyngt niður snjónum í nótt en hann er að birta til núna.

Skíðasvæðið á Dalvík verður opið í dag frá kl. 11:00 til 16:00. Þar er hiti um frostmark, gola og lítilsháttar léljagangur. Nægur er snjórinn og færið gott.

Það verður opið í dag á Sigló frá kl 12-16. Veðrið kl 10:35 NA 5-9m/sek, frost 2 stig og éljagangur. Það á að lægja þegar um hádegið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert