Gift í 70 ár eða lengur

AFP

Nú eru á lífi fjórtán hjón sem hafa verið gift í sjötíu ár eða lengur og hafa þau sennilega aldrei verið fleiri. Vitað er um 62 íslensk hjón sem hafa náð þessum áfanga, þau fyrstu árið 1947.

Karlarnir í þessum fjórtán hjónaböndum eru á aldrinum frá 91 árs til 101 árs og konurnar 90-95 ára. Þegar þessi hjón voru gefin saman voru karlarnir 20-29 ára og konurnar 18-22 ára.

Gunnar Jónsson og Dallilja Jónsdóttir í Stykkishólmi hafa verið gift lengst, í rúm 75 ár. Metið er 75 ár og 279 dagar og geta þau slegið það í byrjun mars, að því er segir á Facebooksíðunni Langlífi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert