Rólegt í Bárðarbungu

Ljósmynd Erez Marom

Frá  því um hádegi  í gær mældist aðeins einn skjálfti yfir 4 að stærð í Bárðarbungu.  Hann varð við sunnanverða öskjuna í morgun 27.12. kl. 05:37 og mældist  4,4 að stærð.  

Tæplega tíu jarðskjálftar mældust á stærðarbilinu 3 til 4. Alls mældust um 35 jarðskjálftar síðan um hádegisbilið  í gær. Í kvikuganginum  voru 10  skjálftar og  allir minni en 2 stig. 

Við Tungnafellsjökul voru 10 jarðskjálftar sem voru allir minni en 2 stig.

Vel hefur sést til jarðeldanna í Holuhrauni/Nornahrauni á vefmyndavélum í gær og í dag.

Það virðist vera að fjara undan jarðskjálftahrinunni norður af Geysi í Haukadal. Frá hádegi í gær hafa aðeins mælst 5 jarðskjálftar á því svæði og allir undir 1,5 að stærð.

Vefur Erez Marom

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert