Sungið fyrir nýfædd börn á Landspítalanum

mbl.is/Jim Smart

Jólabörnin eru orðin alls 17 um þessi jól en starfsfólk fæðingarvaktarinnar á Landspítalanum tók á móti fimm börnum á aðfangadag, fimm á jóladag og sjö börnum annan í jólum, áður en blaðið fór í prentun.

Það er því ekki útilokað að jólabörnin verði fleiri. Heilsast bæði mæðrum og börnum vel, enda jólalegt um að litast á spítalanum.

Hamrahlíðarkórinn fór milli deilda á Landspítalanum og söng fyrir fólk en það er ekki amalegt að koma í heiminn undir fögrum tónum kórsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert