Víða snjókoma fyrir norðan

Snjódýptin á Akureyri mælist 61 sm á meðan hún er …
Snjódýptin á Akureyri mælist 61 sm á meðan hún er ekki nema 22 cm í Reykjavík mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Hálka er á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum og hálka eða snjóþekja á flestum öðrum leiðum á Suðurlandi. Þæfingsfærð  er þó í Grafningi og á Þingskálavegi en þungfært efst á Skeiðavegi og Landvegi.

Það er hálka eða snjóþekja á velflestum vegum á Vesturlandi.

Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja á vel flestum vegum og éljagangur mjög víða.

Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja á velflestum vegum og snjókoma mjög víða. Þæfingur og stórhríð er á Hófaskarði og Hálsum.

Á Austurlandi er þæfingur á Vopnafjarðarheiði og í Jökuldal annars er snjóþekja, hálka og éljagangur á flestum vegum á Austurlandi. Ófært er á Vatnsskarði eystra.

Á Suðausturlandi er hálka og skafrenningur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert