Vissi ekki hvar hann bjó

mbl.is/Brynjar Gauti

 Ölvaður erlendur ferðamaður var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur um fjögur leytið í nótt. Maðurinn vissi ekki um dvalastað sinn hér á landi og var því vistaður í fangageymslu á meðan ástand hans lagast, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.


Annar ölvaður erlendur ferðamaður var handtekinn við veitingahús í miðbænum um miðnætti.  Maðurinn er grunaður um eignaspjöll, það er að  hafa kastað glasi í bifreið og skemmt hana.  Maðurinn er vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að ræða við hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert