Björgunarsveitir kallaðar út

mbl.is/Ernir

Talsvert hefur verið að gera hjá björgunarsveitarfólki það sem af er degi samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Þannig fór Skagfirðingasveit á Sauðakróki í nótt til aðstoðar fólki sem hafði fest bíl sinn á Þverárfjalli. Björgunarsveitarmenn frá Siglufirði fóru að sama skapi eldsnemma í morgun til aðstoðar vegfarendum sem höfðu fest sig í Héðinsfirði. Björgunarsveitir frá Siglufirði og Ólafsfirði liðsinntu að sama skai bílstjórum tveggja annara bifreiða á svipuðum slóðum í morgun.

Björgunarsveitin Berserkir í Stykkishólmi liðsinnti vegfarendur sem misstu bíl sinn út af í Helgafellssveit og nokkrum klukkustundum síðar fóru sömu björgunarsveitarmenn til aðstoðar bílstjóra sem lent hafði í vandræðum á Vatnaleið. Rétt fyrir hádegið fóru Súlur á Akureyri til aðstoðar vegfarenda á leið í Hlíðarfjall en sá hafði misst bíl sinn út af vegna hálku.

Það sem af er degi hafa þannig verið sjö útköll björgunarsveita vegna færðar á vegum. Slysavarnafélagið Landsbjörg vill benda vegfarendum á að reikna má með mikill hálku á vegum víða um land næsta sólarhringanna og ökumenn eru af þeim sökum hvattir tilþess að sýna fyllstu aðgætni við akstur og kynna sér vel aðstæður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert