Óveður á Öxnadalsheiði og Siglufjarðarvegi

Greiðfært er nú orðið í nágrenni höfuðborgarinnar samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en hálkublettir eru í Þrengslum og hálka eða snjóþekja víða í uppsveitum Suðurlands. Þæfingsfærð er á Þingskálavegi og þungfært efst á Skeiðavegi og Landvegi. Flughált er á Suðurstrandavegi.

Víða er flughált á norðanverðu Snæfellsnesi og óveður og einnig flughált á Útnesvegi, Heydalsvegi og Skógarströnd. Flughált og óveður er á Laxárdalsheiði en annars er hálka eða hálkublettir mjög víða á Vesturlandi. Flughálka er á flestum leiðum á Vestfjörðum en þó er hálka á Kleifaheiði, Mikladal og á Hálfdán.

Norðaustanlands er flughált í Langadal og frá Sauðárkróki í Ketilás annars er hálka eða snjóþekja á vel flestum leiðum. Þæfingsfærð og óveður er á Öxnadalsheiði. Óveður er á Siglufjarðarvegi. Á Norðausturlandi er flughált frá Hjalteyri í Dalvík eins er flughált í Köldukinn, Aðaldal og í Reykjahverfi. Þungfært er á Hólasandi annars er hálka eða snjóþekja á vel flestum vegum norðaustanlands.

Hálka eða snjóþekja er á vegum á Austur- og Suðausturlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert