Sorphirða í borginni komin á skrið

Sorphirða er enn á eftir áætlun eftir að óveður reið …
Sorphirða er enn á eftir áætlun eftir að óveður reið yfir suðvesturhornið fyrir jól. Ómar Óskarsson

Búið er að tæma allt rusl sem náðist ekki að tæma fyrir jól að sögn Ingimundar Ellerts Þorkelssonar, flokksstjóra hjá Sorphirðu Reykjavíkur. Hann segir sorphirðu enn vera á eftir áætlun þrátt fyrir að starfsmenn Sorphirðu Reykjavíkur hafi unnið bæði í gær og í dag við sorphirðu en venjulega er rusl ekki hirt um helgar.

Sorp verður hirt í Árbæ í dag og á morgun og segir Ingimundur að unnið verði fram eftir á hverjum degi fram til gamlársdags, en unnið verður til hádegis þann dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert