Við öllu búnir vegna leka

Fólki er ráðlagt að huga að niðurföllum. Myndin er úr …
Fólki er ráðlagt að huga að niðurföllum. Myndin er úr safni. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er við öllu búið til að bregðast við útköllum vegna leka en búist er við mikilli hláku í hlýindum og votviðri sem spáð er. Fyrsta útkallið kom nú í kvöld vegna smávægilegs leka frá þaki á Háaleitisbraut. Slökkviliðið hvetur fólk til að huga vel að niðurföllum.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er búist við því að ástandið verði verst í fyrramálið því sé brýnt að fólk fylgist vel með niðurföllum, sérstaklega á svölum og húsþökum.

Þegar er byrjað að hvessa fyrir vestan og norðan og það er að bæta hressilega í vind. Í nótt og á morgun fylgir rokinu mikil úrkoma, einkum sunnan- og vestanlands. Eins er að hlýna í veðri.

Fyrri frétt mbl.is: Það verður víða allt á floti

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert