Dagarnir framundan notaðir vel

mbl.is/Ómar

Fundað verður í kjaradeilu lækna hjá embætti ríkissáttasemjara í dag klukkan 14:00 og í kjaradeilu skurðlækna á morgun klukkan 13:00.

„Það er ekki mikill tími til stefnu,“ segir Magnús Pétursson ríkissáttasemjari í samtali við mbl.is, sé ætlunin að reyna að afstýra verkfalli lækna. „Þannig að auðvitað reynum við að nýta þessa daga fram að áramótum eins og hægt verður og eins og efni býður upp á.“ Ekki sé nóg að halda fund ef ekki er einnig fyrir hendi efni sem hægt sé að vinna úr og hjálpar við að leysa málið.

„En við bíðum bara og sjáum hvort báðir aðilar verði ekki reiðubúnir í dag til þess að sveigja eitthvað til og nálgast hvor annan. Það er verkefni dagsins að fara yfir það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert