Fullbókað yfir áramótin

Ferðamenn berjast gegn ískaldri norðanáttinni í Austurstræti.
Ferðamenn berjast gegn ískaldri norðanáttinni í Austurstræti. mbl.is/Ómar Óskarsson

Uppbókað er á flestum hótelum í Reykjavík nú yfir áramótin líkt og fyrri ár.

Ferðamenn hvaðanæva streyma til landsins í þeirri von að eygja norðurljósin og upplifa séríslenska áramótastemningu, þ.e. brennur og ógrynni flugelda og leita til íslenskra hótela eftir húsaskjóli meðan á dvölinni stendur.

„Þeir koma líka til að upplifa vetrarlandið Ísland. Snjór og hríð finnst þeim alveg æðislegt og í því felst viss upplifun fyrir fólk sem aldrei hefur séð snjó,“ segir Hjörtur Valgeirsson, hótelstjóri Center Hotels Þingholt, og bætir við að nánast sé uppbókað á hótelinu og einnig á veitingastöðum hótelsins um áramótin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert