Lækka verð á bensíni um þrjár krónur

Orkan hefur ákveðið að lækka verð á bensíni um þrjár krónur og dísilolíu um tvær krónur. Eftir lækkunina kosta bensínlítrinn nú 206,5 krónur og dísillítrinn 209,5 kr. 

Fram kemur í tilkynningu, að þetta sé gert vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði olíu og hafi Orkan því lækkað verð á bensínlítranum um 44 kr. síðan í júní, eða tæp 18%.

„Verð á dísillítranum hefur lækkað um tæp 14% á meðan Bandaríkjadollar hefur styrkst um rúmlega 11% síðan í júní,“ segir í tilkynningu frá Skeljungi.

Uppfært 15:06

N1 hefur einnig lækkað á bensíni um þrjár krónur og dísel um tvær kr. hvern líter. Lækkunin er tilkomin vegna lækkandi heimsmarkaðsverðs á eldsneyti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert