Neytendur hvattir til að fylgjast vel með

Raftæki eru á meðal þess sem mun lækka í verði.
Raftæki eru á meðal þess sem mun lækka í verði. mbl.is/Ernir

Alþýðusambandið hvetur neytendur til að fylgjast vel með áætluðum áhrifum breytinga á lögum um virðisaukaskatt og vörugjöld og hvernig þær skila sér út í verðlag, en breytingarnar taka gildi um áramót.

Breytingarnar hafa áhrif á verðlag á allflestum vöru- og þjónustuliðum.

„Breytingar á virðisaukaskatti ættu að hafa áhrif á verðlag strax í upphafi nýs árs en ætla má að breytingar á vörugjöldum kunni skila sér á næstu vikum. Alþýðusambandið hvetur neytendur til að fylgjast vel með áætluðum áhrifum breytinganna og hvernig þær skila sér út í verðlag. ASÍ mun á næstu dögum birta ítarlegri umfjöllun og dæmi um áhrif breytinganna,“ segir á vef ASÍ.

Þar er jafnframt að finna lista yfir helstu breytingar sem eru í vændum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert