Skákþing til heiðurs Friðriki Ólafssyni

Friðrik Ólafsson fagnar áttræðisafmæli í janúar.
Friðrik Ólafsson fagnar áttræðisafmæli í janúar. mbl.is/Ómar

Fyrsti stórmeistari Íslendinga og fyrrverandi forseti Alþjóðlega skáksambandsins FIDE, Friðrik Ólafsson, verður áttræður í janúar næstkomandi. Að því tilefni verður Skákþing Reykjavíkur 2015 haldið til heiðurs Friðriki en mótið hefst sunnudaginn 4. janúar og því lýkur sunnudaginn 1. febrúar. 

Það er Taflfélag Reykjavíkur sem heldur skákþingið en það hefur farið fram árlega síðan 1932 og er nú haldið í 84. sinn. 

Núverandi Reykjavíkurmeistari er alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson.

Skráning í mótið fer fram á vef Taflfélags Reykjavíkur www.taflfelag.is og þar er einnig að finna frekari upplýsingar um mótshaldið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert