„Útskrifaði mig bara sjálfur“

„Ástandið er alveg skelfilegt á þessum spítölum,“ segir Halldór Björnsson.
„Ástandið er alveg skelfilegt á þessum spítölum,“ segir Halldór Björnsson. mbl.is/Árni Sæberg

Margir sjúklingar kvarta undan slæmum húsakosti sjúkrahúsa Landspítalans í Reykjavík, einn þeirra er Halldór Björnsson, fyrrverandi formaður Starfsgreinasambandsins, Eflingar stéttarfélags og þar áður Dagsbrúnar.

Hann var þjáður af þrengslum í neðri hluta mænuganganna en var loks skorinn upp í haust og segist vera mun betri núna, að mestu laus við verkina. Halldór er 86 ára gamall en sjúkrahúsvist hans endaði með því að hann útskrifaði sig sjálfur.

„Ég var meira eða minna í tvo mánuði á spítalanum í Fossvogi og var alltaf að flækjast á milli herbergja, var meira að segja inni á bókaherbergi,“ segir Halldór. „Ástandið er alveg skelfilegt á þessum spítölum, það trúir því enginn fyrr en hann tekur á því. Sjálfur hafði ég nær aldrei fyrr lent á spítala, aðeins einu sinni vegna gallblöðru. Þetta var mín fyrsta og vonandi síðasta raunverulega spítalalega,“ sgir Halldór í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert