„Fólk byrjar nýárið misvel“

Mikið hefur verið að gera á bráðmótöku Landspítalans í nótt …
Mikið hefur verið að gera á bráðmótöku Landspítalans í nótt og í morgun. mbl.is/Hjörtur

„Fólk byrjar nýárið misvel,“ sagði Hilmar Kjartansson læknir á bráðamóttöku Landspítalans, en mikið er búið að vera að gera þar í nótt og í morgun. Rúmlega 70 manns höfðu leitað til deildarinnar á næturvaktinni þegar mbl.is ræddi við Hilmar kl. 9 í morgun.

Hilmar sagði að fólk sem hefði komið á deildina í nótt og í morgun væri með ýmsa áverka. Margir hefðu meitt sig í slagsmálum. Flest málin sem læknar hefðu verið að fást við tengdust ölvun og skemmtanahaldi. Hilmar sagði að fólk væri enn að koma vegna meiðsla sem það hefði orðið fyrir í nótt og í morgun. „Hér eru enn nokkrar eftirlegukindur,“ sagði Hilmar. „Það má segja að þetta hafi verið hefðbundin nýársnótt með öllum þeim vandamálum sem henni fylgja.“

Lögregla og slökkvilið hefur sömu sögu að segja. Mikið var að gera. Lögreglan á Selfossi kallaði t.d. morgunvaktina út fyrr en venjulega til að geta sinnt öllum útköllum. Flest útköll tengdust skemmtanahaldi, ölvun og ófriði í heimahúsum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert