Nýja árið gengið í garð

Flugeldasýning íslensku þjóðarinnar náði hámarki á miðnætti þegar árið 2015 gekk í garð. Meðal annars voru fjölmargir á Skólavörðuholti, bæði Íslendingar og ferðamenn, sem í senn nutu þess að skjóta flugeldum á loft og horfa á þá springa á íslenskum næturhimni.

Ljósmyndari mbl.is á staðnum hafði það á orði að ferðamenn væru margir hverjir dolfallnir yfir þeirri sprengigleði sem gengi yfir landann og spyrðu sig hvort virkilega væri ástæða til að sprengja gamla árið burtu með svo stórum hvelli.

Að því sögðu óskar mbl.is lesendum sínum gleðilegs nýs árs og þakkar samfylgdina á því liðna.

Árið 2014 á mbl.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert