Hluta eldsneytisálags Icelandair er ekki hægt að greiða fyrir með vildarpunktum

Greiða þarf 8.700 krónur í sérstakt eldsneytisálag ef flogið er báðar leiðir til Evrópu þar sem greitt er með vildarpunktum hjá Icelandair. Sé flogið báðar leiðir til Bandaríkjanna er gjaldið samtals 15.500 krónur. Gjaldið kemur undir „skattar og önnur gjöld“ og er tæplega helmingur gjaldsins innifalinn í punktaverðinu. Eldsneytisgjald er 7.900 krónur hvora leið innan Evrópu og 13.900 krónur til Bandaríkjanna.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir eldsneytisálagið hafa verið sett á af flugfélögum þegar verð á eldsneyti tók að hækka mikið, til að skýra fyrir fólki verðhækkanir á flugi. Það þurfi hins vegar að greiða fyrir hluta þess með peningum ef greitt er fyrir flugfarið með vildarpunktum, líkt og skatta. Einnig er greitt fyrir eldsneytisálag sé greitt með peningum en minna fer fyrir gjaldinu enda greitt fyrir allt með peningum; flugfargjaldið, skatta og eldsneytisálag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert