Tekjurnar eftir á netinu

Tónlistarveitur á borð við Spotify hafa ekki verið sú tekjuöflun …
Tónlistarveitur á borð við Spotify hafa ekki verið sú tekjuöflun fyrir tónlistarmenn sem margir vonuðust til. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslensk grasrótartónlist á undir högg að sækja. Plötusala hefur dregist saman um tugi prósenta undanfarin ár sem gerir það að verkum að minna fjármagn er til staðar til þess að styðja við plötuútgáfu efnilegra hljómsveita.

Tekjur hljómsveita af tónlistarveitunni Spotify eru litlar þrátt fyrir að fleiri hafi aðgang að tónlistinni. Þá fer stærstur hluti plötusölu fram í stórmörkuðum en þar eru gjarnan eingöngu vinsælustu plöturnar í boði.

Þetta segir Lárus Jóhannesson sem situr í stjórn Félags íslenskra plötuútgefnda auk þess að vera meðeigandi plötubúðarinnar og útgáfufyrirtækisins 12 tóna í fréttaskýringu um plötusöluna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert