Læknadeilan leyst

Fyrsta vafflan kom úr vöfflujárninu kl. 3.28.
Fyrsta vafflan kom úr vöfflujárninu kl. 3.28. mbl.is/Árni Sæberg

Samninganefndir lækna og ríkisins hafa komist að samkomulagi í kjaradeilu lækna. Stefnt er að undirritun nýs kjarasamnings kl. 3.30. 

<span>Verkfalli er því aflýst og vinna hefst með venjubundnum hætti að morgni miðvikudagsins 7. janúar 2015.</span> <span> </span> <span>Læknum verður kynnt innihald hins nýja kjarasamnings á næstunni. Fundur auglýstur síðar.</span> <span>Ríkissáttasemjari hefur boðað samningafund í kjaradeildu skurðlækna klukkan 10.</span> <span><span> Skurðlæknar hafa ekki verið með aðgerðir í vikunni 5. til 9. janúar til að þrýsta á um gerð kjarasamnings. Samkvæmt  verkfallsáætlun boða skurðlæknar aðgerðir á Landspítala 12. til 15. janúar hafi samningar ekki tekist, segir á vef Landspítalans.</span></span>
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert